Social icons

Summer sunset smokey eye

Fullkomin förðun fyrir sumarið!
Það er nefnilega allt í lagi að ganga í öllu svörtu á sumrin ef þú ert með fjólubláan augnskugga.

two faceÞetta gerðist á snapchattinu mínu í gær (salomeoskblogg), ég er samt ennþá að venjast því að sýna öll skref á snapchat þannig þið fáið að sjá svona þriðja hvert skref og hvað  ég var að pæla á meðan ég málaði mig.
Svona lúkk eru UPPÁHALDS hjá mér! Ekki misskilja, ég elska líka beauty makeup en það er ekki eins gaman að taka og eiga myndir af þannig förðun eins og eitthvað svona sem líklegast enginn myndi labba út úr húsi með.

xx
Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskbloggYoutube

HÁRUMHIRÐA: MÍN RÚTÍNA!


Þegar maður er með mikið efnameðhöndlað hár skiptir máli að hugsa vel um það. Ég er með alveg aflitað hár þó ég sé með dekkra skol yfir, og mér hefur tekist að halda því nokkuð mjúku og glansandi. Ég veit ég er að læra hárgreiðslu og allt það en ég ætla samt ekki að þykjast vita neitt 100%. Jújú ég veit kanski meira um hárhem heldur en almenningur en ég á ennþá eftir að læra margt! Svo er svo ótrúlega mismunandi hvað hentar fyrir hvern og einn en þetta er þó það sem hefur virkað fyrir mig!
Ég viðurkenni, ég hef notað tresemmé eiginlega frá því ég man eftir mér, enda mjög fínar vörur. Ég hafði samt ekki LIFAÐ fyrr en ég prófaði "stofu sjampó". Ég var svo ótrúlega heppin að fá kveðjugjöf frá stofunni sem ég var í vinnustaða námi á með skólanum (sem ég verð svo á samning hjá). Ég fékk þvílíkan lúxus kassa með Diamond Dust línunni frá Label M. Ég hef verið að nota sjampóið og næringuna reglulega og er alltaf í jafn miklu losti yfir því hvað hárið á mér ljómar. Ég mun 100% kaupa mér þetta sett aftur!

Ég hef verið að nota Protein Spreyið frá Label M í ca. 2 mánuði og ég er handviss um að það sé að bjarga á mér hárinu. Það á að styrkja hárið, jafna út gljúpleika hársins (eða hversu opið hárið er), gefa raka, gefa glans, veita hitavörn OG UV vörn! Nú fann ég þetta allt á netinu frá áreiðanlegri heimild þannig þetta ætti að vera rétt hjá mér. Ég keypti mér semsagt litlu stærðina bara til að prufa og vera viss um að þetta væri "the shit", nú er hún búin og ég æst í að næla mér í full size.
Eftir að ég spreyja Protein Spreyinu í hárið á mér set ég alltaf Label M Therapy Age-Defying Radiance olíuna til að fá meiri raka í hárið á mér. Aflitað hár verður CRAZY þurrt! Sama hversu mikið ég set í hárið á mér verður það eiginlega aldrei olíukennt því þetta er fáránlega fljótt að fara inn í hárið.
Það mætti halda að ég sé sjúk í Label M vörur, en þetta er alveg óviljandi.

Það sem ég geri svo einstöku sinnum er að djúpnæra hárið á mér og þvo það með fljólubláu sjampói, ekki endilega í röð. Ég þarf minna að nota fjólubláa sjampóið eftir að ég litaði á mér hárið grátt (eða var lituð af öðrum) því gulur blær er ekki eins stórt vandamál og það er það sem fjólubláa sjampóið er að vinna gegn. Mér finnst samt gott að skella því í hárið á svona 2 vikna fresti til að halda mér "fresh". Ég hef undanfarin ár verið að nota Silver sjampóið frá Milk Shake en það vaar að klárast og ég ætlaði næst að prófa Silver Blonde sjampóið frá SP.
Eins og ég nefndi hérna fyrir ofan þá verður aflitað hár rooosalega þurrt, allavega í minni reynslu. Ég reyni að nota djúpnæringu 1-2 sinnum í viku þó ég sé ekki alveg það dugleg. En þegar ég man eftir því þá hef ég verið að nota LuxeOil Keratin Restore frá SP og hárið verður alltaf silkimjúkt.
Það er ekkert djók að halda efnameðhöndluðu hári góðu!
xx
Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskbloggYoutube


Powered by Blogger.

Pages