Social icons

Tilfinningar
Að búa til allskonar förðunar lúkk er það skemmtilegasta sem ég geri. Og oftast þá endurspegla þessi lúkk nokkurn veginn hvernig mér líður í hvert skipti, eða hvernig stuði ég er í. Stundum er ég reið eða pirruð og geri þá eitthvað aðeins meira "dark" en venjulega, einstöku sinnum er ég í einhverju skrýtnu "bubbly" stuði og geri þá bleikt glimmer lúkk. En ég get líka verið leið og þannig er mér búið að líða síðan 9 desember, þegar Rómeó dó. Þetta er fyrsta lúkkið sem ég gerði, fjórum dögum eftir að hann fór.
Ég ætlaði nú ekki að vera eitthvað væmin, en það er hollt að hleypa tilfinningum sínum út. Förðun er mín leið. Það er búið að vera óþægilega hljótt á heimilinu, engin trítl hljóð þegar Rómeó hljóp um að elta Franz eða öfugt, enginn að verja heimilið þegar dyrabjallan hringir og enginn sem urrar í hljóði þegar einhver labbar framhjá glugganum okkar. Litli varðhundurinn minn.

xx
Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg
Youtube

Nýtt: "Chrome" skór


Ég datt aaaalveg óvart í einhver skó kaup fyrir nokkrum vikum. Mér fannst ég bara ekki eiga nógu góða "fancy" skó sem voru samt þæginlegir. Ég fann þessa inná boohoo.com sem ég hef reyndar aldrei skoðað áður en vitað af lengi, og gjörsamlega varð ástfangin.
Ég fékk þá í hendurnar seinasta miðvikudag og hef verið dugleg að nota þá síðan. Ég viðurkenni að fyrst voru þeir vel þröngir þar sem ég er með nokkuð breiða fætur en eftir að hafa verið í þeim svona tvisvar sinnum eru þeir orðnir fáránlega þæginlegir! Hællinn er ekki of hár og afþví þetta er "sock boot" þá eru þeir ekki harðir og nuddast á óþæginlegum stöðum eins og margir svona ódýrari skór gera stundum.
Þetta eru klárlega jólaskórnir mínir í ár!
Ég er reyndar algjörlega dottin úr æfingu hvað varðar hælaskó, verð að fara þjálfa lappirnar aftur. Ég hefði geta hlaupið maraþon í hælum fyrir svona 7 árum, en nú eru breyttir tímar.
xx
Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg
Youtube

Jóla GRWMÞað var jólaskemmtun í vinnunni seinustu helgi og mér fannst tilvalið að taka upp á meðan ég gerði mig til!
Ég er hægt og rólega að læra að tala við ykkur (eða myndavélina), en ég held að snapchat eigi stóran þátt í því að þjálfa mig í að tala við dauða hluti.
Powered by Blogger.

Pages