. Tuesday, February 21, 2017 .


Eins og þið kanski vitið þá vorum við Bárður í london um daginn og ákváðum að vlogga á meðan!
Ég er ennþá mjög lost í þessu vlog dæmi, ég bara gleymi alltaf að taka upp haha. En ég er að læra þetta smátt og smátt.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

Vlogg - London

. Saturday, February 18, 2017 .



Ég hef átt sömu gleraugu síðan 2010, ég átti að fá mér ný 2014 en ég bara fann mér ekki gleraugu sem mér líkaði. Ég haaaata að máta gleraugu, ég verð svo pirruð og frustrated. Ef ég er ein að máta þá fæ ég bara kökk í hálsinn og vill fara heim, veit ekki alveg afhverju en ég verð bara eitthvað lítil í mér.

Ég ákvað samt að núna væri komið gott, gömlu gleraugun mín er ekki lengur rétti styrkurinn sem ég þarf og eru allt of þung til þess að vera með dagsdaglega.

Ég held ég hafi skoðað í flest öllum gleraugnabúðum landsins, eða ókei allavega svona 70% af þeim. Það var ekki mikið sem mér líkaði, en ég var dugleg að taka myndir af mér með þau og svo mynd af nr á þeim svo ég vissi hvaða týpa þetta var.

Á endanum ákvað ég að kaupa þessi gleraugu sem ég ELSKA MEIRA EN ALLT. Vissi ekki að ég gæti elskað gleraugu svona mikið!!

Þau eru Ray Ban (RB 6355) og eru keypt í Optical Studio, ég pantaði þau í smáralindinni en sótti þau svo í flugstöð þar sem þau eru aðeins ódýrari þar. Mig minnir að umgjörðin kosti rúmlega 21 þúsund í smáralind, en svo er roooosalega mismunandi hvað glerið kostar fyrir hver og einn. Ég er með mjög mikla sjónskekkju og allskonar vesen, þannig mitt gler kostaði sitt.



EN! Svo splæsti ég í clip on sólgleraugu. Ég hef aldrei átt sólgleraugu með styrk eða svona clip on þannig ég er sjúklega spennt fyrir því! Mig minnir að sólglerið hafi kostað sirka 9 þúsund.

Það er hægt að fá ódýrari gleraugu sem eru mjög flott á netinu, ég er bara dáldið stressuð fyrir því að panta þannig af því ég skil ekki alveg hvernig mælingarnar virka HEHE. Mér finnst líka allt í lagi að "splæsa" aðeins í eitthvað sem 1. hjálpar mér að sjá og 2. ég mun líklegast nota næstu 7 árin eins og gömlu gleraugun.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

Nýtt: Gleraugun mín!

. Friday, February 17, 2017 .






Fyrir nokkrum mánuðum setti ég inn myndir af "lúkki" sem ég gerði, sem var í rauninni bara eyeliner. En það er samt dáldið merkilegt af því ég geri ALDREI eyeliner. Ég er mjög opinber hater á eyeliner, en samt bara af því hann fer mér ekkert rosalega vel. Ég get bara gleymt því að gera eitthvað sjúkt augnskugga lúkk og ætla skella eyeliner yfir. Það væri eins og að mála listaverk en mála svo líka stórt svart X yfir. Ókei kanski dáldið dramatískt, en ég er með frekar lítið augnsvæði og mjög djúpt þannig það er einfaldlega ekki pláss fyrir bæði eyeliner og augnskugga.

Það er líka dáldið tricky að mála "beina" línu á beyglað augnsvæði, en það er hægt!
Hér sýni ég ykkur skref fyrir skref hvernig er best að gera eyeliner á augu sem eru ekki þessi týpísku cateye eyeliner augu.

Ég á samt eina vinkonu sem virðist vera með augu sérstaklega hönnuð fyrir eyeliner, enda er hún klikkað flott með eyeliner. Ég segi henni líka alltaf að vera með eyeliner af því ég er öfundsjúk út í eyeliner augun hennar.

Hversu oft er ég búin að segja eyeliner??

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

Eyeliner Fyrir Fólk Sem Hatar Eyeliner Vol.2

. Monday, February 13, 2017 .



Ég skrapp til London um daginn, ég var að vlogga en ég veit ekki hversu vel ég gerði það haha. Ég þarf eitthvað að æfa þessa vlogg hæfileika. Við vorum líka mest að versla bara, sem er kanski ekki eins spennandi og það hljómar, haha!

Ég var með tilbúið makeup lúkk sem ég ætlaði að setja upp þegar ég kæmi heim, en neibb photos appið ákvað að þeim yrði eytt. Þaaaaaannig ekkert makeup lúkk í dag, fjúff hvað ég var pirruð!

En hér eru nokkrar myndir af gramminu frá London, eru þið ekki örugglega að fylgja mér þar?

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg
Youtube



Instagram: London

. Monday, February 6, 2017 .



Ég er búin að vera í einhverju ömurlegu makeup fönki undanfarið, en það er sem betur fer að klárast. Ég virðist taka þessi fönk reglulega, skil eiginlega ekki hvað er í gangi. Ekkert alvarlegt samt!
Ég gerði loksins eitthvað almennilegt lúkk með Queen of Hearts palettunni frá Coloured Raine sem ég fékk gefins frá fotia um daginn. Ég er samt búin að nota hana mikið hversdags, sérstaklega litinn Royal Highness, hann er uppáhalds augnskugginn minn í pallettunni held ég.
Í lúkkið notaði ég helst litinn Ladyship til að skyggja og Heir aðeins til að blanda þessa skyggingu. Á mitt augnlokið notaði ég Royal Highness með smá pop af Crown alveg í miðjunni. Þessir augnskuggar eru eins og smjör og ekkert smá litsterkir. Svo notaði ég Queen B augnhárin frá Koko Lashes, sem eru btw nýju uppáhalds augnhárin mín!!
Ég fékk nokkrar spurningar út í varalitinn minn á snapchat, en ég notaði Lip lingerie frá NYX í litnum Satin Ribbon. Ég var með smá meik á vörunum eftir að ég gerði húðina þannig ég skellti varalitnum bara yfir það og setti smá highlighter með.
xx
Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg
Youtube

Coloured Raine - Ladyship