. Sunday, March 26, 2017 .
*Þetta myndband er unnið í samstarfi við The Body Shop, en allt álit er 100% mitt eigið.




Suma daga er maður bara aðeins meira búin á því en aðra og þá er gott að hugsa vel um sjálfa sig. Mér finnst alltaf best að fara í langa sturtu eða bað, setja á mig maska og hugsa vel um húðina á mér. Svo er það líka mjög róandi fyrir mig að setjast niður og skrifa í bullet journal bókina mína, fylla í trackerinn og ákveða hvað ég ætla að gera næstu daga. Fyrir ykkur gæti það kanski frekar verið að horfa á uppáhalds þættina ykkar eða einhverja skemmtilega mynd. Ég er bara svo húkked á youtube að ég fer alltaf þangað fyrst.

Mig hefur lengi langað að gera einhverskonar "routine" myndband þar sem ég eeelska að horfa á
 þannig sjálf. Venjulegt kvöld hjá mér er samt frekar boring þannig ég ákvað að sýna ykkur frekar
 hvernig ég dekra aðeins við mig þegar ég þarf á því að halda.


Myndbandið er unnið í samstarfi við The Body Shop en ég valdi 
vörurnar sem ég tala um sjálf, þannig allt álit er 100% mitt eigið.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

vörur:
Camomile Sumptuous Cleansing Butter
Drops of Light Pure Clarifying Butter
Tea Tree Skin Clearing Facial Wash
Amazonian Acai Energizing Radiance Mask*
Almond Milk & Honey Calming & Caring Bath Milk*
Almond Milk & Honey Soothing & Restoring Body Lotion*
Aloe Calming Toner
Tea Tree Anti-Imperdection Daily Solution
Hemp Face Protector

Vörur merktar með * eru fengnar að gjöf frá The Body Shop en allt álit er 100% mitt eigið!


Dekur Kvöld

. Friday, March 17, 2017 .

Ef þið tókuð ekki eftir því þá er ég í einhverju brjáluðu bleiku tímabili, ÉG KAUPI ALLT BLEIKT.
Ég á mjög mjög marga skó, en samt á ég bara eitt par af íþróttaskóm sem ég keypti af nauðsyn árið 2010. Það kemur ykkur ábyggilega ekki á óvart að þeir eru bara alls ekki góðir skór lengur, haha. Þeir líta ágætlega út en eru löngu hættir að vera eitthvað sérstaklega þæginlegir.

Ég sá þessa á asos fyrir nokkrum vikum og varð gjörsamlega ástfangin. Þeir voru uppseldir í næstum því öllum stærðum, týpískt. EN! afþví ég ákvað að vera þolinmóð í fyrsta skiptið í lífi mínu þá beið ég eftir að þeir komu aftur í minni stærð og pantaði mér loksins nýja íþróttaskó!

Ég veit ekki hvort ég tími að nota þá í ræktina aaaalveg strax, ætla leyfa þeim að vera sætum og flottum í smá stund fyrst.

HLAKKA SVO TIL AÐ VERA MEMM Í ÞESSU NIKE TRENDI
(er búin að vera alveg ömurlega útúr)


xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg



NÝTT: NIKE Roshe One

. Monday, March 13, 2017 .
*Færslan er ekki kostuð & varan er keypt af mér.



Ég hef notað nokkrar vörur úr tea tree línunni áður, þá helst olíuna sem ég set beint á bólur og svo andlitssápuna sem ég nota í sturtu (og Bárður líka). Ég er með þurra húð þannig ég myndi ekki treysta mér í tónerinn eða andlitskremin, það væri líka bara óþarfi þar sem ég fæ ekki þaaað mikið af bólum og ég þarf meiri raka en tea tree línan býður upp á. Ég hef ekki fundið fyrir því að tea tree andlitssápan sé að þurrka á mér húðina, en ég passa samt alltaf að nota gott rakakrem eftir sturtu.

Undanfarið hef ég verið að fá rosalega leiðinlegar bólur á ennið, ég veit ekki hvort það sé veðrið, hormónabreytingar eða snakkputtar að klóra sér í enninu (oj), en það er orðið að mínu "vandamála svæði".


Fyrir rúmlega 2 vikum fékk ég tvær litlar prufur af þessu... ætli það kallist ekki pre-serum? Þetta er léttara en serum í rauninni og fer mjög fljótt inn í húðina. Kanski milli þess að vera serum og bara olía? 

ALLAVEGA ég fékk prufur af þessu sem ég notaði næstu 4 kvöld, það var slatti í þessarri litlu prufu sem ég fékk, og ég er ekki að grínast þegar ég segi að ég hafi séð mun eftir 2 daga. Þessar litlu bólur, sem eru samt ekki bólur, snar minnkuðu á nokkrum dögum. Þegar ég kláraði prufurnar þá hélt ég áfram bara að nota olíuna á sömu svæðin sem ég hafði verið að setja serumið. Mér fannst það virka ágætlega vel líka, en kanski óþarfi og ekki endilega sniðugt að nota olíuna á svona stórt svæði. 




Ég splæsti svo loksins í þetta þegar ég var að vinna í Body Shop á laugardaginn og get ekki beðið eftir því að nota það á hverju kvöldi!

Þar sem húðin mín er frekar þurr, þá set ég þetta í rauninni bara þar sem þarf. Ennið, aðeins í kringum nefið og kanski litla bletti á hökunni. Og svo rakakrem yfir eftir að þetta er búið að ganga vel inn í húðina.

Ég er kanski dáldið fljót á mér að gefa ykkur "review" um þessa vöru án þess að hafa notað hana í allavega mánuð. En þar sem ég hef notað aðrar vörur í línunni og ELSKAÐ, þá held ég að ég sé alveg á réttri leið.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

Tea Tree Anti-Imperfection Daily Solution

. Friday, March 10, 2017 .



Alltaf þegar við viljum fara eitthvað fínt út að borða án þess að fara á hausinn þá endum við alltaf á því að fá okkur sushi. Í þetta skiptið skelltum við okkur á Sake barinn, hann er 100% uppáhalds sushi staðurinn minn. Ekki spons, just love it.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg


Sushi deit!

. Tuesday, March 7, 2017 .





Hér tel ég upp nokkra hluti sem hafa verið í uppáhaldi síðasta mánuðinn!
Mér fannst skemmtilegra að gera myndband í staðinn fyrir færslu eins og ég hef vanalega gert, gaman að geta sest niður og spjallað 


Endilega ýtið á "thumbs up" takkann ef þið viljið meira af svona spjall myndböndum!

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

Uppáhalds í Febrúar!

. Monday, March 6, 2017 .

Ég er mjög góð í því að drepa plöntur, ég virðist alltaf vökva þær of mikið eða of lítið. HVAR ER MILLIPUNKTURINN EIGINLEGA?? Eins og mörg ykkar vitið á ég aloe vera plöntu sem ég er búin að drepa 8 sinnum og lífga aftur við, hún er búin að vera good í dáldinn tíma þannig ég ákvað að setja í annan gír og fá mér plöntu númer tvö! Ekki kaktus eða týpiski þykkblöðungurinn, HELDUR ALVÖRU PLANTA.

Konan (ok stelpan) í búðinni sagði að ég ætti ekki að geta drepið þessa.

Það kemur bara allt í ljós.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

Plöntu barnið