. Tuesday, August 29, 2017 .



Það er roooosalega langt síðan ég setti makeup myndir hingað inn. En ég er búin að vera í einhverju svakalegu rötti, sem mér finnst ég alltaf vera tala um, síðastliðið ÁR. Ég veit ekki hvort ég sé að komast upp úr því eða ekki, en í fyrsta sinn í allt of langan tíma þá var ég ánægð með útkomuna á makeup lúkki sem ég gerði. Ég hef verið að kreista upp einhver lúkk sem ég hef sett á instagram en aldrei verið það ánægð með þau að ég myndi vilja gera heilan blogg póst.


Skál fyrir komandi förðunum!


Vörur notaðar:
Morphe - 12p palette
Makeupaddiction - Flaming Love palette
The Body Shop Eye Colour Stick - Sydney Topaz
The Body Shop Lash Hero Mascara - Barbosa Emerald
Dust & Dance - Iridescent Pink Angel
Eye Kandy - Marshmallow
Eye Kandy - Liquid Sugar
La Splash - Venom


xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

Ég er að lifna við! (vonandi) - Förðun

. Saturday, August 26, 2017 .


Ég fæ reglulega spurningar um það hvar ég kaupi washi límböndin mín þegar ég er að sýna bullet journal bókina mína á snapchat. En ég eeeelska svona skraut límbönd og finnst þau gera blaðsíðurnar aðeins fallegri, allt í hófi samt. Fallegustu límböndin mín hef ég fundið á ebay, mér finnst þessar týpur bestar og þau eru alltaf eins og þau virðast á myndunum.

Hér er linkur á nokkrar týpur.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg
Youtube


Ertu ekki örugglega með mig á snapchat?

Washi tape

. Wednesday, August 16, 2017 .





Ég ákvað að taka upp stutt get ready with me myndband þegar ég var að gera mig til fyrir afmæli um daginn. Ég er búin að vera húkked á faux freknum undanfarið, það er það eina sem ég geri! Freknur eru eitthvað svo frísklegar og sætar. Nýji highlighterinn frá The Body Shop á líka stóran þátt í þessu myndbandi þar sem ég er búin að vera nota hann non stop.


Takk fyrir að horfa elsku fólk 

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

GRWM | Ljómi & Freknur

. Sunday, August 13, 2017 .
Þetta er ekki besta mynd sem ég hef tekið, en það er rosalega erfitt að taka myndir af glærum töskum haha!

Ég er ekki mikið að vinna sem förðunarfræðingur lengur en ég tek að mér einstaka verkefni. Fyrir nokkrum vikum þegar ég var að pakka í kittið mitt fattaði ég að ég á allt of fáar og allt of litlar snyrtitöskur. Ég hugsa þetta alltaf þegar ég tek til í kittinu og ákvað loksins að gera eitthvað í því. Ég fann þessar töskur á ebay og ákvað að prufa að panta. Pakkinn var mjög fljótur á leiðinni, ca. tvær og hálfa viku sem er nokkuð gott þegar maður pantar frá ebay.

Stóra taskan er 24 cm x 19 cm x 10 cm
Minni taskan er 21 cm x 17 cm x 10 cm

Mér finnst glærar töskur alltaf bestar í vinnu kitt eða í ferðalögum þannig maður sjái nákvæmlega hvar allt er. Svo er ekki verra að þær séu kassalaga svo það sé hægt að raða vel í þær. LOVE IT.

Hlakka til að byrja nota þær!

Töskurnar fást hér. Þær virðast vera out of stock flestar eins og er, en það eru fleiri að selja sömu týpuna eins og t.d. hér.


xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

Makeup töskur í kittið!