Jæja, ég er ekki búin að vera mikið hérna á blogginu/youtube né snapchat. Ég tók mér ótímabundna og óformlega pásu sem er samt ekki beint búin ennþá held ég. Ég var búin að íhuga að sleppa snappinu í frekar langan tíma núna og kanski færa mig bara yfir á instagram alveg, en það er samt svo allt öðruvísi miðill þannig ég eiginlega týndi mér þar. Það er ekki eins persónulegt og snapchat var
ALLAVEGA.
Ég tók mér stutt sumarfrí í seinustu viku og fór vestur með Bárði í bústað með engu símasambandi sem var MJÖG hressandi. Við höfum oft farið þangað og það hefur alltaf verið smá erfitt fyrir mig að komast ekki á instagram eða skoða snapchat, major FOMO hérna meginn greinilega. En það kom mér á óvart hvað þetta var lítið mál núna, greinilegt að ég þurfti á því að halda.
Þetta er löng keyrsla en algjörlega þess virði.
Rauðvín í fjörunni eftir brjálaða sól allan daginn.
Við veiddum MARGA fiska, og ég sem hef aldrei snert heilan fisk áður hreinsaði og flakaði í fyrsta skipti.
Og svo smakkaði ég sykursteiktan silung í fyrsta skiptið, og það var actually bara mjög gott.
Ég fer að koma aftur hingað. Er strax komin með 2 hugmyndir af bloggum/myndböndum sem mig langar að gera. ❤
xx
Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
No comments
Post a Comment