Social icons

Wednesday, December 7, 2016

Nýtt: "Chrome" skór


Ég datt aaaalveg óvart í einhver skó kaup fyrir nokkrum vikum. Mér fannst ég bara ekki eiga nógu góða "fancy" skó sem voru samt þæginlegir. Ég fann þessa inná boohoo.com sem ég hef reyndar aldrei skoðað áður en vitað af lengi, og gjörsamlega varð ástfangin.
Ég fékk þá í hendurnar seinasta miðvikudag og hef verið dugleg að nota þá síðan. Ég viðurkenni að fyrst voru þeir vel þröngir þar sem ég er með nokkuð breiða fætur en eftir að hafa verið í þeim svona tvisvar sinnum eru þeir orðnir fáránlega þæginlegir! Hællinn er ekki of hár og afþví þetta er "sock boot" þá eru þeir ekki harðir og nuddast á óþæginlegum stöðum eins og margir svona ódýrari skór gera stundum.
Þetta eru klárlega jólaskórnir mínir í ár!
Ég er reyndar algjörlega dottin úr æfingu hvað varðar hælaskó, verð að fara þjálfa lappirnar aftur. Ég hefði geta hlaupið maraþon í hælum fyrir svona 7 árum, en nú eru breyttir tímar.
xx
Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg
Youtube

Post a Comment

Powered by Blogger.

Pages