Franz lætur vörurnar virðast frekar litlar, en Franz er bara frekar stór köttur.
Ég veit ekki með ykkur en þessi kuldi er algjörlega að fokkast í húðinni minni, ég er búin að vera fá þurrku bletti, kulda exem og almenn óþægindi. Þetta er reyndar ekkert nýtt fyrir mér því ég fæ þetta næstum því á hverju ári. Sem þýðir að ég er orðin ágæt í að koma í veg fyrir það versta.
Það er ekkert rosalega langt síðan ég sýndi ykkur húðumhirðu rútínuna mína, en hún er eiginlega alveg búin að breytast á þessum stutta tíma. Þetta eru vörurnar sem hafa gjörsamlega bjargað mér.
The Body Shop Vitamin E Overnight Serum-in-Oil
Þessi bjargaði lífi mínu í mars 2014. Ég var að læra förðun í London þar sem við skiptumst á að mála hvor aðra svona tvisvar til þrisvar sinnum á dag. Eftir tvær vikur af þessu ásamt kulda var áreitið orðið allt of mikið fyrir húðina mína. Sama hversu dugleg ég var að bera á mig feitt krem var ég alltaf þurr í húðinni, og ég fann það líka að þurrkurinn var mjög djúpt í húðinni. Ég keypti þetta strax og það kom út og það tók ekki nema svona 2-3 daga að laga á mér húðina. Þetta er ennþá Holy Grail fyrir mig!
Blue Lagoon Silica Mud Mask
Þessi maski er eini hreinsi maskinn sem ég þori að nota reglulega þegar húðin mér er þurr og viðkvæm. Ég hef í rauninni aldrei vitað hvað hann á að gera, bara það að í hvert sinn sem ég nota hann finnst mér eins og húðin á mér ljómi að innan. Ég ákvað að tékka loksins á heimasíðu Blue Lagoon og lesa aðeins um hann. Þar stendur að hann djúphreinsi, fjarlægir dauðar húðfrumur, styrkir varnarlag húðarinnar á náttúrulegan hátt og laðar fram ljóma húðarinnar. Algjör snilld!
The Body Shop Hemp Face Protector
Ég fæ reglulega kulda exem og allskonar óútskýrða flekki í andlitið. Hemp andlitskremið er ótrúlega rakagefandi og græðandi, en þar sem það er dáldið feitt þá hentar það kanski ekki öllum. Það sem ég geri oftast er að bera það bara á þau svæði sem ég þarf á því að halda og nota venjulega rakakremið mitt á restina af húðinni, ég er samt alveg extra þurr núna og er að nota þetta krem sem venjulega raka kremið mitt. En ég held ég haldi áfram að nota þetta sem næturkrem þegar það fer að hlýna þar sem það má nú splæsa í feitt fyrir svefninn, ég elska að ljóma eins og ljósapera þegar ég fer að sofa.
The Body Shop Aloe Calming Toner
Ég er ekkert rosalega æst í tónera ef ég á að segja satt, en þeir gera húðinni gott. Svona í stuttu máli þá er tóner seinasta skrefið í að hreinsa húðina. Hann hreinsar í burtu seinustu óhreinindi sem gætu setið eftir á húðinni, lokar húðinni (svitaholur & co.) og jafnar út pH gildi húðarinnar. Þessi er fyrir viðkvæma húð þannig það hentar minni eyðimerkur húð mjög vel.
Og ekki gleyma að skrúbba húðina reglulega!
xx
Instagram: salomeosk
Snapchat: salomeoskblogg
www.facebook.com/salomeoskblogg
Franz lætur vörurnar virðast frekar litlar, en Franz er bara frekar stór köttur.
Ég veit ekki með ykkur en þessi kuldi er algjörlega að fokkast í húðinni minni, ég er búin að vera fá þurrku bletti, kulda exem og almenn óþægindi. Þetta er reyndar ekkert nýtt fyrir mér því ég fæ þetta næstum því á hverju ári. Sem þýðir að ég er orðin ágæt í að koma í veg fyrir það versta.
Það er ekkert rosalega langt síðan ég sýndi ykkur húðumhirðu rútínuna mína, en hún er eiginlega alveg búin að breytast á þessum stutta tíma. Þetta eru vörurnar sem hafa gjörsamlega bjargað mér.
The Body Shop Vitamin E Overnight Serum-in-Oil
Þessi bjargaði lífi mínu í mars 2014. Ég var að læra förðun í London þar sem við skiptumst á að mála hvor aðra svona tvisvar til þrisvar sinnum á dag. Eftir tvær vikur af þessu ásamt kulda var áreitið orðið allt of mikið fyrir húðina mína. Sama hversu dugleg ég var að bera á mig feitt krem var ég alltaf þurr í húðinni, og ég fann það líka að þurrkurinn var mjög djúpt í húðinni. Ég keypti þetta strax og það kom út og það tók ekki nema svona 2-3 daga að laga á mér húðina. Þetta er ennþá Holy Grail fyrir mig!
Blue Lagoon Silica Mud Mask
Þessi maski er eini hreinsi maskinn sem ég þori að nota reglulega þegar húðin mér er þurr og viðkvæm. Ég hef í rauninni aldrei vitað hvað hann á að gera, bara það að í hvert sinn sem ég nota hann finnst mér eins og húðin á mér ljómi að innan. Ég ákvað að tékka loksins á heimasíðu Blue Lagoon og lesa aðeins um hann. Þar stendur að hann djúphreinsi, fjarlægir dauðar húðfrumur, styrkir varnarlag húðarinnar á náttúrulegan hátt og laðar fram ljóma húðarinnar. Algjör snilld!
The Body Shop Hemp Face Protector
Ég fæ reglulega kulda exem og allskonar óútskýrða flekki í andlitið. Hemp andlitskremið er ótrúlega rakagefandi og græðandi, en þar sem það er dáldið feitt þá hentar það kanski ekki öllum. Það sem ég geri oftast er að bera það bara á þau svæði sem ég þarf á því að halda og nota venjulega rakakremið mitt á restina af húðinni, ég er samt alveg extra þurr núna og er að nota þetta krem sem venjulega raka kremið mitt. En ég held ég haldi áfram að nota þetta sem næturkrem þegar það fer að hlýna þar sem það má nú splæsa í feitt fyrir svefninn, ég elska að ljóma eins og ljósapera þegar ég fer að sofa.
The Body Shop Aloe Calming Toner
Ég er ekkert rosalega æst í tónera ef ég á að segja satt, en þeir gera húðinni gott. Svona í stuttu máli þá er tóner seinasta skrefið í að hreinsa húðina. Hann hreinsar í burtu seinustu óhreinindi sem gætu setið eftir á húðinni, lokar húðinni (svitaholur & co.) og jafnar út pH gildi húðarinnar. Þessi er fyrir viðkvæma húð þannig það hentar minni eyðimerkur húð mjög vel.
Og ekki gleyma að skrúbba húðina reglulega!
xx
Instagram: salomeosk
Snapchat: salomeoskblogg
www.facebook.com/salomeoskblogg
No comments
Post a Comment