Social icons

Tuesday, November 15, 2016

Eyeliner fyrir fólk sem hatar eyeliner
Ég ákvað í einhverju brjálæðiskasti um daginn að setja á mig eyeliner. Ég er mjög opinberlega anti-eyeliner manneskja, finnst það óþarfi ef ekki bara ljótt við flest lúkk sem ég geri (aðalega samt afþví hann fer mér ekki vel/& er jelló afþví aðrir eru fabulous með eyeliner).
Til þess að eyeliner virki á mér hef ég ákveðið að hann þurfi að dragast beint úr, í staðinn fyrir upp. Hann þarf að vera dáldið bold og hann þarf að líkjast batman merkinu þegar ég loka augunum. Ég er nefnilega með smávægilega hooded augu og lítið augnsvæði (eða rúsínu augun eins og ég kalla það oft) og þarf þá að þykjast gera beina línu þar sem "krumpan" er (hehehehe).
P.S. Ég gæti mögulega gert aðeins of langt myndband af mér að setja á mig eyeliner og bölva, let me know ef það er eitthvað sem þið viljið.
xx
Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg
Youtube
Húð/Varir: The Body Shop Honey Bronze Face Gel, La Girl Pro Concealer, Mac Mineralized Skinfinish Natural, Sleek Face Form Light*, Ofra Rodeo Drive*, Urban Decay All Nighter Setting Spray, Lip Lingerie 07, NYX Eyeshadow Frostbite.
Augu/Augabrúnir: Morphe Gel Liner Flex, NYX Matte Liquid Liner*, La Splash Art Ki Tekt Eyeliner*, Prima Lash #36*.
Vörur merktar með * eru fengnar að gjöf, allt álit er samt 100% mitt eigið.

Post a Comment

Powered by Blogger.

Pages