Social icons

Sunday, July 9, 2017

NÝTT: blóma kimono

Ég er búin að fjárfesta í nokkrum flíkum hérna á Tenerife, en ég verð að segja að þessi er algjörlega uppáhalds. Ég fann þennan sjúúka kimono á útsölu í zöru, á ábyggilega ekki meira en svona þrjú þúsund krónur. Ég var ekki alveg 100% viss hvort ég ætti að kaupa hann, hvort ég myndi nú nota hann, en því meira sem ég hugsaði út í það því ástfangnari varð ég af honum. 

Þetta er eiginlega svona kápu - kimono hybrid. Sniðið á honum er eins og kápa að aftan en eins og kimono að framan. Þetta verður fullkomin yfirhöfn yfir alveg svart outfit eins og ég er svo oft í, aðeins til að lífga upp á.

P.s. Shoutout á Bárð sem er alltaf að verða betri og betri að taka outfit myndir af mér hehehe. Sólin var samt eiginlega alveg sest og við notuðum ekki flass þannig myndirnar eru örlítið grainy.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

Post a Comment

Powered by Blogger.

Pages