Social icons

Sunday, August 13, 2017

Makeup töskur í kittið!

Þetta er ekki besta mynd sem ég hef tekið, en það er rosalega erfitt að taka myndir af glærum töskum haha!

Ég er ekki mikið að vinna sem förðunarfræðingur lengur en ég tek að mér einstaka verkefni. Fyrir nokkrum vikum þegar ég var að pakka í kittið mitt fattaði ég að ég á allt of fáar og allt of litlar snyrtitöskur. Ég hugsa þetta alltaf þegar ég tek til í kittinu og ákvað loksins að gera eitthvað í því. Ég fann þessar töskur á ebay og ákvað að prufa að panta. Pakkinn var mjög fljótur á leiðinni, ca. tvær og hálfa viku sem er nokkuð gott þegar maður pantar frá ebay.

Stóra taskan er 24 cm x 19 cm x 10 cm
Minni taskan er 21 cm x 17 cm x 10 cm

Mér finnst glærar töskur alltaf bestar í vinnu kitt eða í ferðalögum þannig maður sjái nákvæmlega hvar allt er. Svo er ekki verra að þær séu kassalaga svo það sé hægt að raða vel í þær. LOVE IT.

Hlakka til að byrja nota þær!

Töskurnar fást hér. Þær virðast vera out of stock flestar eins og er, en það eru fleiri að selja sömu týpuna eins og t.d. hér.


xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

Post a Comment

Powered by Blogger.

Pages