. Thursday, October 26, 2017 .





Ég elska grænan og bleikan saman þannig þegar ég litaði hárið á mér bleikt þá vissi ég að ég þyrfti að gera grænt lúkk. Og það kom bara sjúklega vel út! Ég skellti í stutt myndband, og samkvæmt snapchat könnuninni minni vilduð þið voice-over. Ég reddaði því, en það er alltaf jafn vandræðanlegt að hlusta á sjálfan sig tala. Ótrúlegt en satt þá er ég ekki búin að venjast því.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg


Vörur notaðar:
Mac pro longwear concealer
NYX highlight & contour pro palette*
Makeup Addiction Meadow (sweet peach)*
Benecos natural eyeliner (green)*
Makeup Addiction Meadow (poison ivy)*
Benecos (cosmic moon)*
Morphe 12 p
The Body Shop drops of glow*
Paese Lush Satin Foundation*
Sephora Baked Face Compact
The Body Shop honey bronze bronzing powder*
Benecos Eyebrow designer*
The Body Shop brow and lash gel
Makeup Addiction Mermaid beam*
The Body Shop Fibre extension mascara (barbosa emerald)*
NYX lip liner (nude pink)
NYX Lip lingerie (satin ribbon)

Vörur merktar með * eru fengnar að gjöf, en allt álit er 100% mitt eigið.

All Green Everything

. Monday, October 23, 2017 .




Við héldum smá innflutnings partý á laugardaginn, fyrsta partýið í nýju íbúðinni WOO! 
Ég var að vinna fyrr um daginn og var búin að vera máluð mjööög lengi þannig húðin mín var ekkert rosa sátt við round tvö af makeupi. 

En ég ákvað að gera lúkk sem var í rauninni allt í sama litnum. Mér hefur alltaf fundist monochromatic farðanir mjög fallegar, og ákvað að nýta tækifærið og gera bleik dusty fjólublátt lúkk. Þó þetta sé kanski ekki nákvæmlega sami litur og hárið á mér þá tónar það mjög fallega saman. Svo er það ekki verra að bleikfjólublár lætur þetta litla græna í augunum mínum poppa alveg rosalega!


xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg


Helstu vörur sem ég notaði:
Make Up Store - Sculpt Excellence (Corn)*
Make Up Store - Wonder Powder (Nevada)
The Body Shop - Contour Palette (01) skygging + kinnarlitur*
Urban Decay - Eyeshadow (Tease)
Mellow Cosmetics - Matte Liquid Lip Paint (Budapest) sem eyeliner*
La Splash - Waterproof Liquid Lipstick (Ghoulish) sem varalit*
Coloured Raine - (Frappe) á miðjar varir*

Vörur merktar með * eru fengnar að gjöf, en allt álit er 100% mitt eigið.

Monochrome Pink

. Friday, October 20, 2017 .



Ég var ekki búin að gera neina breytingu á hárinu á mér í roooooosalega langan tíma núna (ókei fyrir utan hálf toppinn sem ég er búinn að vera með í rúmlega mánuð) og ég var að missa vitið. Ég er eiginlega búin að vera spara mig fyrir útskriftarsýninguna í skólanum þar sem ég ætla að vera hármódel fyrir vinkonu mína. Hún var nú samt ekkert búin að banna mér að gera eitthvað við hárið á mér (jú, kanski ekki snoða það af), ég var bara búin að ákveða að bíða sjálf. En auðvitað er ég eins og ég er og var bara að SPRINGA. Ég get ekki verið allt of lengi eins.

Þannig í gærkvöldi skellti ég í mig bleikum lit og klippti á mig topp!

Litanæringin sem ég notaði er frá Maria Nila og heitir pink pop. Ég notaði heila flösku af hárnæringu og setti ca. 4 pumpur af litanæringunni út í til að fá ljós bleikan. Fyrst þvoði ég á mér hárið með hreinsi sjampói til að ná gjörsamlega allri olíu úr eða leyfum af mótunarvörum sem ég hef verið að nota, svo liturinn komi jafn út. Þurrkaði hárið svona 90%, bar svo næringuna í og beið í alveg 2 tíma. Það stendur á flöskunni að þetta þurfi bara að vera í 10 min en ég hef þetta alltaf eins lengi og ég nenni, mér finnst það "sogast" betur í hárið ef það meikar sens haha.  

Ég mæli nú ekki með því að klippa á sig topp sjálf, það getur farið alveg hryllilega úrskeðis. Ég hef samt klippt þónokkra toppa áður þar sem ég er að læra hársnyrti og treysti mér ágætlega vel í verkið. En ég klippti hann SAMT pínu skakkt fyrst.

Ég er allavega SJÚKLEGA ánægð með útkomuna, þetta er allt annað líf!
xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

NÝTT HÁR!

. Monday, October 16, 2017 .


Ég og Vala skelltum okkur á tónleika hjá henni Zöru Larsson á föstudaginn. Við erum búin að vera súper fans í alveg smá tíma, hún er bara svo sææææt og fyndiiiin og kúúúl.

Ég er búin að sjá mikið af "bruised" förðunum á instagram undanfarið og ég er SVO TIL Í ÞAÐ. Finnst það mjög kúl og á eftir að prufa mig áfram með það í framtíðinni. Fyrsta skrefið var þó að gera þetta augnskugga lúkk sem ég er mjög ánægð með!



Ég tek ekki oft heil myndir af mér en ég var svo ánægð með þennan bol sem ég fékk á slikk í H&M um daginn, og you better believe að ég baðaði mig í highlighter. Hárið mitt var svo með sjálfstæðan vilja þetta kvöld. Það er þarna einn lokkur sem er aldrei á réttum stað, en oh well.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

Helstu vörurnar sem ég notaði:
Mac pro longwear paint pot - Soft Ochre
Models Own eyeshadow palette - Supernatural
NYX Ultimate palette - Brights

The Body Shop eye colour stick - Siberian Quartz
Nars Sheer Glow
The Body Shop - Drops Of Glow
Ofra - Rodeo Drive
NYX lip lingerie - 07



FOTN/OOTN | Zara Larsson