NÝTT HÁR!

. Friday, October 20, 2017 .



Ég var ekki búin að gera neina breytingu á hárinu á mér í roooooosalega langan tíma núna (ókei fyrir utan hálf toppinn sem ég er búinn að vera með í rúmlega mánuð) og ég var að missa vitið. Ég er eiginlega búin að vera spara mig fyrir útskriftarsýninguna í skólanum þar sem ég ætla að vera hármódel fyrir vinkonu mína. Hún var nú samt ekkert búin að banna mér að gera eitthvað við hárið á mér (jú, kanski ekki snoða það af), ég var bara búin að ákveða að bíða sjálf. En auðvitað er ég eins og ég er og var bara að SPRINGA. Ég get ekki verið allt of lengi eins.

Þannig í gærkvöldi skellti ég í mig bleikum lit og klippti á mig topp!

Litanæringin sem ég notaði er frá Maria Nila og heitir pink pop. Ég notaði heila flösku af hárnæringu og setti ca. 4 pumpur af litanæringunni út í til að fá ljós bleikan. Fyrst þvoði ég á mér hárið með hreinsi sjampói til að ná gjörsamlega allri olíu úr eða leyfum af mótunarvörum sem ég hef verið að nota, svo liturinn komi jafn út. Þurrkaði hárið svona 90%, bar svo næringuna í og beið í alveg 2 tíma. Það stendur á flöskunni að þetta þurfi bara að vera í 10 min en ég hef þetta alltaf eins lengi og ég nenni, mér finnst það "sogast" betur í hárið ef það meikar sens haha.  

Ég mæli nú ekki með því að klippa á sig topp sjálf, það getur farið alveg hryllilega úrskeðis. Ég hef samt klippt þónokkra toppa áður þar sem ég er að læra hársnyrti og treysti mér ágætlega vel í verkið. En ég klippti hann SAMT pínu skakkt fyrst.

Ég er allavega SJÚKLEGA ánægð með útkomuna, þetta er allt annað líf!
xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg



Ég var ekki búin að gera neina breytingu á hárinu á mér í roooooosalega langan tíma núna (ókei fyrir utan hálf toppinn sem ég er búinn að vera með í rúmlega mánuð) og ég var að missa vitið. Ég er eiginlega búin að vera spara mig fyrir útskriftarsýninguna í skólanum þar sem ég ætla að vera hármódel fyrir vinkonu mína. Hún var nú samt ekkert búin að banna mér að gera eitthvað við hárið á mér (jú, kanski ekki snoða það af), ég var bara búin að ákveða að bíða sjálf. En auðvitað er ég eins og ég er og var bara að SPRINGA. Ég get ekki verið allt of lengi eins.

Þannig í gærkvöldi skellti ég í mig bleikum lit og klippti á mig topp!

Litanæringin sem ég notaði er frá Maria Nila og heitir pink pop. Ég notaði heila flösku af hárnæringu og setti ca. 4 pumpur af litanæringunni út í til að fá ljós bleikan. Fyrst þvoði ég á mér hárið með hreinsi sjampói til að ná gjörsamlega allri olíu úr eða leyfum af mótunarvörum sem ég hef verið að nota, svo liturinn komi jafn út. Þurrkaði hárið svona 90%, bar svo næringuna í og beið í alveg 2 tíma. Það stendur á flöskunni að þetta þurfi bara að vera í 10 min en ég hef þetta alltaf eins lengi og ég nenni, mér finnst það "sogast" betur í hárið ef það meikar sens haha.  

Ég mæli nú ekki með því að klippa á sig topp sjálf, það getur farið alveg hryllilega úrskeðis. Ég hef samt klippt þónokkra toppa áður þar sem ég er að læra hársnyrti og treysti mér ágætlega vel í verkið. En ég klippti hann SAMT pínu skakkt fyrst.

Ég er allavega SJÚKLEGA ánægð með útkomuna, þetta er allt annað líf!
xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

1 comment

newer older Home