Eins og þið kanski vitið þá vorum við Bárður að fá úthlutaða stúdenta íbúð í byrjun janúar, þá erum við loksins komin í íbúð sem við vitum að við munum búa í í einhver ár. En stúdenta íbúðir eru oft dáldið dull, t.d. er dúkur á öllum gólfum hjá okkur og það má ekki negla í neina veggi. Þannig það eru nóg af mottum á gólfinu og svo nota ég bara spotta til að hengja upp á veggina.
En það sem kom mér dáldið á óvart þegar við fluttum út var hvað það er erfitt og ruglandi að gera fínt! Eða ókei það er alveg fínt hjá mér en maður er með einhverja hugmynd í hausnum á sér að íbúðin hjá manni verði pinterest ready á no time. Það er bara ekki alveg þannig. Það eru svo mörg horn sem ég veit bara EKKERT hvað ég á að gera við???
Svo er ekki ókeypis að kaupa inn í hana, þó maður versli aðallega í ikea, rúmfó og söstrene grene. Það mun taka smá tíma að setja íbúðina saman og gera fínt en það er líka bara gaman. Maður finnur svona í leiðinni hvað manni finnst flott og hvað hentar best.
En hérna eru nokkrir "stærri" hlutir sem eru á innkaupa listanum á næsta árinu.
1. FJÄLLBO Hillueining - Möst að vera með einhverskonar hillur, og þegar það má ekki bora í veggina þá reddar maður sér með standandi hillueiningum. Snilld til að raða bókum og allskonar smámunum til að gera heimilislegt og kósý. Væri ekki verra að vera með svona lafandi (er þetta rétt orðað hjá mér?!?!) plöntu efst til að fá smá líf í rýmið líka.
2. Mig hefur alltaf langað í neon ljós, þau kosta samt sitt þannig það er kanski ekki efst á listanum. En einn daginn!
3. FJÄLLBO Sjónvarpsskenkur - Þetta er fyrsta húsgagnið sem við ákváðum að kaupa úr þessarri línu en þessi skenkur er búinn að vera uppseldur í marga mánuði?!?! Sýnist hann samt vera kominn núna. Ég elska hversu "industrial" hann er með járninu en samt hlýlegur útaf viðinum. Gott jafnvægi er möst og þar sem allt sem ég get valið mér í bleiku er bleikt þá er fínt að vera með nokkra fullorðinslegri hluti inn á milli.
4. Reykjavík Posters 101 bleikt - Mig vantar svakalega mikið eitthvað á veggina hjá mér og fannst þetta mjög skemmtilegt. Ég hef búið í 101 meirihluta ævinnar og ég elska bleikan, WIN WIN haha. Ég hugsa að ég finni mér líka einhver kúl plaggöt í London þegar ég fer seinna í mánuðinum.
5. Smeg hraðsuðuketill - Ókei er þetta orðið þreytt? afþví ég fæ ekki nóg! Bleikur gerir mig rosa hamingjusama og maður á að umkringja sig með hlutum sem veita manni hamingju, am I right?? Smeg vörurnar eru allar roooosa sætar, mig langar helst í alla litina en bleikur er klárlega efst á listanum. En þessar vörur eru ekki ódýrar þannig þessi kaup fá að bíða í smá tíma.
6. Marcantonio Raimondi Malerba músalampi - Mýs/rottur eru voða cute og lampar eru kósý. Þessi væri fullkominn efst á Fjallbo hilluna t.d.
Svo ætla ég að FYLLA íbúðina af grænum plöntum, mér finnst það gera rosalega mikið fyrir heimilið. Eins og er þá á ég monster aloe vera sem hættir ekki að eignast börn, einhverskonar græna stutta plöntu sem ég er 90% viss um að sé plast afþví hún breytist aldrei, stórhættulegan kaktus sem hefur blóðgað mig 2x, friðarlilju sem mögulega hatar mig en er ennþá á lífi og einhverskonar þykkblöðungar kaktus með litlum laufblöðum. Eins og þið sjáið þá er ég ekki alveg með þetta á hreinu, en ég reyni! Næst kaupi ég risa plöntu sem getur staðið á gólfinu eða á plöntustandi og fyllt upp í ljót horn sem ég veit ekki hvað ég á að gera við.
xx
Eins og þið kanski vitið þá vorum við Bárður að fá úthlutaða stúdenta íbúð í byrjun janúar, þá erum við loksins komin í íbúð sem við vitum að við munum búa í í einhver ár. En stúdenta íbúðir eru oft dáldið dull, t.d. er dúkur á öllum gólfum hjá okkur og það má ekki negla í neina veggi. Þannig það eru nóg af mottum á gólfinu og svo nota ég bara spotta til að hengja upp á veggina.
En það sem kom mér dáldið á óvart þegar við fluttum út var hvað það er erfitt og ruglandi að gera fínt! Eða ókei það er alveg fínt hjá mér en maður er með einhverja hugmynd í hausnum á sér að íbúðin hjá manni verði pinterest ready á no time. Það er bara ekki alveg þannig. Það eru svo mörg horn sem ég veit bara EKKERT hvað ég á að gera við???
Svo er ekki ókeypis að kaupa inn í hana, þó maður versli aðallega í ikea, rúmfó og söstrene grene. Það mun taka smá tíma að setja íbúðina saman og gera fínt en það er líka bara gaman. Maður finnur svona í leiðinni hvað manni finnst flott og hvað hentar best.
En hérna eru nokkrir "stærri" hlutir sem eru á innkaupa listanum á næsta árinu.
1. FJÄLLBO Hillueining - Möst að vera með einhverskonar hillur, og þegar það má ekki bora í veggina þá reddar maður sér með standandi hillueiningum. Snilld til að raða bókum og allskonar smámunum til að gera heimilislegt og kósý. Væri ekki verra að vera með svona lafandi (er þetta rétt orðað hjá mér?!?!) plöntu efst til að fá smá líf í rýmið líka.
2. Mig hefur alltaf langað í neon ljós, þau kosta samt sitt þannig það er kanski ekki efst á listanum. En einn daginn!
3. FJÄLLBO Sjónvarpsskenkur - Þetta er fyrsta húsgagnið sem við ákváðum að kaupa úr þessarri línu en þessi skenkur er búinn að vera uppseldur í marga mánuði?!?! Sýnist hann samt vera kominn núna. Ég elska hversu "industrial" hann er með járninu en samt hlýlegur útaf viðinum. Gott jafnvægi er möst og þar sem allt sem ég get valið mér í bleiku er bleikt þá er fínt að vera með nokkra fullorðinslegri hluti inn á milli.
4. Reykjavík Posters 101 bleikt - Mig vantar svakalega mikið eitthvað á veggina hjá mér og fannst þetta mjög skemmtilegt. Ég hef búið í 101 meirihluta ævinnar og ég elska bleikan, WIN WIN haha. Ég hugsa að ég finni mér líka einhver kúl plaggöt í London þegar ég fer seinna í mánuðinum.
5. Smeg hraðsuðuketill - Ókei er þetta orðið þreytt? afþví ég fæ ekki nóg! Bleikur gerir mig rosa hamingjusama og maður á að umkringja sig með hlutum sem veita manni hamingju, am I right?? Smeg vörurnar eru allar roooosa sætar, mig langar helst í alla litina en bleikur er klárlega efst á listanum. En þessar vörur eru ekki ódýrar þannig þessi kaup fá að bíða í smá tíma.
6. Marcantonio Raimondi Malerba músalampi - Mýs/rottur eru voða cute og lampar eru kósý. Þessi væri fullkominn efst á Fjallbo hilluna t.d.
Svo ætla ég að FYLLA íbúðina af grænum plöntum, mér finnst það gera rosalega mikið fyrir heimilið. Eins og er þá á ég monster aloe vera sem hættir ekki að eignast börn, einhverskonar græna stutta plöntu sem ég er 90% viss um að sé plast afþví hún breytist aldrei, stórhættulegan kaktus sem hefur blóðgað mig 2x, friðarlilju sem mögulega hatar mig en er ennþá á lífi og einhverskonar þykkblöðungar kaktus með litlum laufblöðum. Eins og þið sjáið þá er ég ekki alveg með þetta á hreinu, en ég reyni! Næst kaupi ég risa plöntu sem getur staðið á gólfinu eða á plöntustandi og fyllt upp í ljót horn sem ég veit ekki hvað ég á að gera við.
xx
No comments
Post a Comment