UPPÁHALDS Í OKTÓBER

. Tuesday, November 6, 2018 .
Hæ! Mig langaði að deila með ykkur nokkrum hlutum sem ég hef mikið verið að nota undanfarinn mánuð
(og aðeins lengur kanski, það er dáldið síðan ég gerði svona færslu hehe).

Ofra Feelin' myself highlighter palette* - Ég fékk þessa pallettu frá Fotia að gjöf fyrr í sumar. Þið kanski vitið að Rodeo Drive highlighterinn frá ofra er í miklu uppáhaldi hjá mér, hann er eini highlighter í lífi mínu sem ég hef actually klárað. Þannig ég var mjög ánægð að fá ábót. Í pallettunni er semsagt Rodeo Drive sem er hinn fullkomni gyllti highlighter ásamt Blissfull sem er örlítið dekkri en og Pillow Talk sem er mun ljósari og ekki alveg eins gylltur og hinir. Ég tek þessa pallettu alltaf með mér í ferðalög, maður verður nú að hafa úrval.

Goji 6700 mAhn hleðslukubbur - Þessi liti kubbur er búinn að vera aaaalgjör life saver. Batteríið í símanum mínum er orðið frekar lélegt, ég viðurkenni nú alveg að ég er kanski dáldið mikið í símanum en það er samt algjört rugl að þurfa hlaða 2-3x yfir daginn. Svo var ég mikið að ferðast seinustu tvo mánuði og þá er ómögulegt að vera með batteríslausan síma. Ég keypti þennan kubb á flugvellinum hérna heima (fæst í elko) og hann á að geta hlaðið síma allt að tvisvar sinnum. Ég er samt handviss um að ég hafi fengið þrjár hleðslur úr honum einu sinni, sem er geðveikt afþví ég er oftast ekki sú eina sem þarf að hlaða símann sinn. Ég skil eiginlega ekki hvernig ég komst af án hans hingað til.

The Body Shop Oils of Life sleeping cream - Þetta er uuunaðslegt nætur krem úr Oils of Life línunni sem veitir góðan raka, vinnur á fínum línum og endurnærir húðina. Ég er með frekar þurra húð, sem er reyndar að breytast í blandaða húðgerð, og á kvöldin þarf ég einmitt eitthvað sem dekrar við húðina eftir áreiti dagsins. Svo skemmir ekki fyrir hvað það er ótrúlega góð lykt af þessarri línu.


Hylo-Comod augndropar - Ókei það er kanski dáldið skrýtið að setja augndropa á þennan lista, en þetta er samt varan sem ég hef ekki geta lifað án síðustu 4 mánuði. Eins og þið kanski vitið er ég búin að vera díla við einhvern ömurlegan augnpirring og þurrk í allt sumar sem er svona nokkurnveginn búið að lagast (samt ekki). Ég fékk svo neyðartíma hjá augnlækninum mínum, þar kom reyndar ekkert í ljós reyndar, en hann lét mig fá þessa dropa til að laga þurrkinn. Þið hafið ekki verið rugluð fyrr en þið farið í apótek og biðjið um augndropa, það eru til svona 30 týpur á allskonar verðum og auðvitað mis "góðir". Ég hafði prófað tvær týpur sem ég kannaðist við (aðra þeirra var mér bent á að henda strax í ruslið hehe) en hvorugt fannst mér eitthvað virki svaka vel. Okei ég er smá að upplifa mig sem áttræða konu að skrifa svona mikið um augndropa en þeir eru amazing. Þeir smyrja augun ótrúlega vel, smyrja er orðið sem augnlæknirinn notaði, frekar nasty ég veit. En svo eru þeir líka í þannig flösku að hún má vera opin í allt að 6 mánuði.

Soleil tan de Chanel - Þetta krem sólarpúður fékk ég í afmælisgjöf fyrir frekar löngu, samkvæmt pakkningunni á það ekki langt eftir, og hef notað það ótrúlega mikið. Það er fullkomið til að fá smá lit í andlitið á þeim dögum sem ég nota ekki meik. Það er ótrúlega mjúkt og blandast fullkomnlega í húðina, svo set ég venjulega smá felara og létt púður til að setja allt og þá er grunnurinn kominn.

Bourjois healthy mix concealer - Þessi er nokkuð nýr í safnið en varð mjög fljótt uppáhalds hversdags felarinn minn. Hann er ótrúlega léttur en þekur vel á sama tíma. Hann þornar líka ágætlega og helst vel en ég set samt alltaf felarana mína með púðri svo þeir endist langan dag í vinnunni.

Vörur merktar með * eru fengnar að gjöf, en allt álit er 100% mitt eigið.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg


Hæ! Mig langaði að deila með ykkur nokkrum hlutum sem ég hef mikið verið að nota undanfarinn mánuð
(og aðeins lengur kanski, það er dáldið síðan ég gerði svona færslu hehe).

Ofra Feelin' myself highlighter palette* - Ég fékk þessa pallettu frá Fotia að gjöf fyrr í sumar. Þið kanski vitið að Rodeo Drive highlighterinn frá ofra er í miklu uppáhaldi hjá mér, hann er eini highlighter í lífi mínu sem ég hef actually klárað. Þannig ég var mjög ánægð að fá ábót. Í pallettunni er semsagt Rodeo Drive sem er hinn fullkomni gyllti highlighter ásamt Blissfull sem er örlítið dekkri en og Pillow Talk sem er mun ljósari og ekki alveg eins gylltur og hinir. Ég tek þessa pallettu alltaf með mér í ferðalög, maður verður nú að hafa úrval.

Goji 6700 mAhn hleðslukubbur - Þessi liti kubbur er búinn að vera aaaalgjör life saver. Batteríið í símanum mínum er orðið frekar lélegt, ég viðurkenni nú alveg að ég er kanski dáldið mikið í símanum en það er samt algjört rugl að þurfa hlaða 2-3x yfir daginn. Svo var ég mikið að ferðast seinustu tvo mánuði og þá er ómögulegt að vera með batteríslausan síma. Ég keypti þennan kubb á flugvellinum hérna heima (fæst í elko) og hann á að geta hlaðið síma allt að tvisvar sinnum. Ég er samt handviss um að ég hafi fengið þrjár hleðslur úr honum einu sinni, sem er geðveikt afþví ég er oftast ekki sú eina sem þarf að hlaða símann sinn. Ég skil eiginlega ekki hvernig ég komst af án hans hingað til.

The Body Shop Oils of Life sleeping cream - Þetta er uuunaðslegt nætur krem úr Oils of Life línunni sem veitir góðan raka, vinnur á fínum línum og endurnærir húðina. Ég er með frekar þurra húð, sem er reyndar að breytast í blandaða húðgerð, og á kvöldin þarf ég einmitt eitthvað sem dekrar við húðina eftir áreiti dagsins. Svo skemmir ekki fyrir hvað það er ótrúlega góð lykt af þessarri línu.


Hylo-Comod augndropar - Ókei það er kanski dáldið skrýtið að setja augndropa á þennan lista, en þetta er samt varan sem ég hef ekki geta lifað án síðustu 4 mánuði. Eins og þið kanski vitið er ég búin að vera díla við einhvern ömurlegan augnpirring og þurrk í allt sumar sem er svona nokkurnveginn búið að lagast (samt ekki). Ég fékk svo neyðartíma hjá augnlækninum mínum, þar kom reyndar ekkert í ljós reyndar, en hann lét mig fá þessa dropa til að laga þurrkinn. Þið hafið ekki verið rugluð fyrr en þið farið í apótek og biðjið um augndropa, það eru til svona 30 týpur á allskonar verðum og auðvitað mis "góðir". Ég hafði prófað tvær týpur sem ég kannaðist við (aðra þeirra var mér bent á að henda strax í ruslið hehe) en hvorugt fannst mér eitthvað virki svaka vel. Okei ég er smá að upplifa mig sem áttræða konu að skrifa svona mikið um augndropa en þeir eru amazing. Þeir smyrja augun ótrúlega vel, smyrja er orðið sem augnlæknirinn notaði, frekar nasty ég veit. En svo eru þeir líka í þannig flösku að hún má vera opin í allt að 6 mánuði.

Soleil tan de Chanel - Þetta krem sólarpúður fékk ég í afmælisgjöf fyrir frekar löngu, samkvæmt pakkningunni á það ekki langt eftir, og hef notað það ótrúlega mikið. Það er fullkomið til að fá smá lit í andlitið á þeim dögum sem ég nota ekki meik. Það er ótrúlega mjúkt og blandast fullkomnlega í húðina, svo set ég venjulega smá felara og létt púður til að setja allt og þá er grunnurinn kominn.

Bourjois healthy mix concealer - Þessi er nokkuð nýr í safnið en varð mjög fljótt uppáhalds hversdags felarinn minn. Hann er ótrúlega léttur en þekur vel á sama tíma. Hann þornar líka ágætlega og helst vel en ég set samt alltaf felarana mína með púðri svo þeir endist langan dag í vinnunni.

Vörur merktar með * eru fengnar að gjöf, en allt álit er 100% mitt eigið.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg


No comments

Post a Comment

newer older Home