Social icons

Wednesday, October 21, 2015

Smokey Liner
Húðin mín ákvað að fríka dáldið út og vera rauð og flekkótt í andlitnu akkúrat þegar ég vildi gera þetta makeup look. Við látum það nú ekki stoppa okkur og ég held að í sameiningu hafi nýji farðinn frá Body Shop og mineralized púðrið frá Mac náð að hylja flekkina ágætlega vel.

Ég er minnsta eyeliner týpa ever, ég er aldrei með eyeliner því mér finnst það bara fara augnalaginu mínu frekar illa. EN þegar ég actually splæsi í smá spíss þá finnst mér mjög gaman að gera hann aðeins meira spennandi og nota þá oftast ekki alveg svartann, mér finnst hann yfirleitt of yfirgnæfandi. Ég notaði svona grá/brúnann liquid eyeliner frá Body Shop. Ég eeelska hann, ég hef meira að segja notað hann í augabrúnirnar stundum.

Vörur notaðar:
Too Faced shadow insurance, Mac mineralized skinfinish natural, Urban Decay tease, The Body Shop liquid eyeliner 03, 
Kiko deep black kajal, Too Faced better than sex mascara.

Post a Comment

Powered by Blogger.

Pages