Uppáhalds í Janúar!

. Sunday, January 31, 2016 .



Það er allt of langt síðan ég hef splæst í bloggfærslu með uppáhalds vörum mánaðarins.
Þetta eru allaveg þær sem hafa staðið upp úr þennan mánuð, ef ekki lengur!

Batiste Dry Shampoo XXL Volume
Ég nota þetta reyndar voða lítið sem dry shampoo, en þetta er snilld til þess að fá fyllingu í hárið. Það er sem sagt smá hársprey í þessu ásamt "púðrinu" (ég veit ekkert hvað er í þessu shitti) þannig þetta gefur hárinu smá grip. Ókei ég er mjög léleg að útskýra þetta greinilega, en ef þú spreyjar þessu léttilega (EKKI OF MIKIÐ, annars verðuru eins og púðluhundur) í rótina hér og þar þá sérðu hvað ég er að tala um. It's awesome.

The Body Shop All-In-One Cheek Colour Guava 06
Ég hef átt þennan kinnarlit rosalega lengi, notaði hann mikið fyrst en gleymdi honum svo eiginlega. Það eru nokkrir litir sem ég bara púlla ekki með fjólublátt hár, t.d. rauður, ferskjulitaður og ábyggilega einhverjir fleiri. Ef þið pælið í því þá er maður alltaf í sama "tóninum". Brúnt hár, brúnar augabrúnir, brún skygging og svo kanski smá pop af lit. Til þess að láta fjólublátt/bleikt hár virka verð ég eiginlega bara að halda mig á því "svæði" og vera með fjólubláar augabrúnir, bleikann kinnalit og bleiktóna varir (meira út í nude samt). En þetta er kanski bara það sem hentar mér!
All in all ➡ mjög fallegur kinnalitur.

Real Techniques Duo-Fibre Face Brush
Þessi bursti er búinn að vera í uppáhaldi síðan ég keypti hann fyrst (ég á tvo afþví það er nauðsynlegt). Ég nota hann helst í matt sólarpúður og nota þá burstann bæði til að hlýja upp á húðina og skyggja smá. Hann er nefnilega nokkuð breiður og fluffy en samt grannur ef það meikar sens?


MAC Pro Longwear Paint Pot Soft Ochre
Ég hef ekki verið eins dugleg að nota augnskugga primer og ég ætti að vera, en ég fór að taka eftir því fyrir nokkrum mánuðum að augnskugginn hætti að haldast eins vel á (eina svæðið sem húðin mín er ekki eins og eyðimörk). Átti þennan til og ákvað að fara að nota hann meira. Í fyrsta lagi þá elska ég að hann feli þessar örfáu æðar sem sjást á augnlokunum mínum, og í öðru lagi þá rígheldur hann í augnskuggann sem er settur ofan á.

Inglot Pure Pigment Eye Shadow 115
Ég veit ekki alveg hvað er hægt að segja um Inglot pigmentin annað en hversu mikil snilld þau eru. Númer 115 hefur verið mest notaður hjá mér undafarið, enda bjúútífúl shimmery champagne litur.

Myndavélin náði ekki alveg að pikka upp duochrome agnirnar

xx

➡ Instagram: salomeosk
➡ Facebook: salomeoskblogg
➡ Snapchat: salomeoskblogg
➡ Youtube




Það er allt of langt síðan ég hef splæst í bloggfærslu með uppáhalds vörum mánaðarins.
Þetta eru allaveg þær sem hafa staðið upp úr þennan mánuð, ef ekki lengur!

Batiste Dry Shampoo XXL Volume
Ég nota þetta reyndar voða lítið sem dry shampoo, en þetta er snilld til þess að fá fyllingu í hárið. Það er sem sagt smá hársprey í þessu ásamt "púðrinu" (ég veit ekkert hvað er í þessu shitti) þannig þetta gefur hárinu smá grip. Ókei ég er mjög léleg að útskýra þetta greinilega, en ef þú spreyjar þessu léttilega (EKKI OF MIKIÐ, annars verðuru eins og púðluhundur) í rótina hér og þar þá sérðu hvað ég er að tala um. It's awesome.

The Body Shop All-In-One Cheek Colour Guava 06
Ég hef átt þennan kinnarlit rosalega lengi, notaði hann mikið fyrst en gleymdi honum svo eiginlega. Það eru nokkrir litir sem ég bara púlla ekki með fjólublátt hár, t.d. rauður, ferskjulitaður og ábyggilega einhverjir fleiri. Ef þið pælið í því þá er maður alltaf í sama "tóninum". Brúnt hár, brúnar augabrúnir, brún skygging og svo kanski smá pop af lit. Til þess að láta fjólublátt/bleikt hár virka verð ég eiginlega bara að halda mig á því "svæði" og vera með fjólubláar augabrúnir, bleikann kinnalit og bleiktóna varir (meira út í nude samt). En þetta er kanski bara það sem hentar mér!
All in all ➡ mjög fallegur kinnalitur.

Real Techniques Duo-Fibre Face Brush
Þessi bursti er búinn að vera í uppáhaldi síðan ég keypti hann fyrst (ég á tvo afþví það er nauðsynlegt). Ég nota hann helst í matt sólarpúður og nota þá burstann bæði til að hlýja upp á húðina og skyggja smá. Hann er nefnilega nokkuð breiður og fluffy en samt grannur ef það meikar sens?


MAC Pro Longwear Paint Pot Soft Ochre
Ég hef ekki verið eins dugleg að nota augnskugga primer og ég ætti að vera, en ég fór að taka eftir því fyrir nokkrum mánuðum að augnskugginn hætti að haldast eins vel á (eina svæðið sem húðin mín er ekki eins og eyðimörk). Átti þennan til og ákvað að fara að nota hann meira. Í fyrsta lagi þá elska ég að hann feli þessar örfáu æðar sem sjást á augnlokunum mínum, og í öðru lagi þá rígheldur hann í augnskuggann sem er settur ofan á.

Inglot Pure Pigment Eye Shadow 115
Ég veit ekki alveg hvað er hægt að segja um Inglot pigmentin annað en hversu mikil snilld þau eru. Númer 115 hefur verið mest notaður hjá mér undafarið, enda bjúútífúl shimmery champagne litur.

Myndavélin náði ekki alveg að pikka upp duochrome agnirnar

xx

➡ Instagram: salomeosk
➡ Facebook: salomeoskblogg
➡ Snapchat: salomeoskblogg
➡ Youtube

No comments

Post a Comment

newer older Home