Social icons

Tuesday, January 31, 2017

Bullet Journal madnessÉg er komin með nýtt æði, hún Vala Fanney kynnti mig fyrir þessu og dró mig í það með sér í byrjun janúar. Ég veit eiginlega ekki hvernig á að útskýra "bullet journal", ég mæli með að google-a það því ég er alls ekki góð í að útskýra. En þetta er í rauninni dagbókar system sem þú býrð til sjálf/ur. Ég fer alls ekki eftir öllum reglum, eiginlega bara ekki neinum. En maður á líka dáldið að gera þetta að sínu eigin.Þetta er eitt af mínu uppáhalds við þessa dagbók! Tracker hjálpar þér að fylgjast með venjum þínum yfir mánuðinn. Mér fannst þetta mjög sniðugt til þess að sjá hvað ég þarf að bæta mig í. T.d. mætti ég nú alveg vera duglegri að fara í ræktina, taka til og pósta á instagram, ég mun leggja extra meiri áherslu á það í febrúar!


Svo finnst mér mjög gott að setja upp mánaðar overview. Í Janúar gerði ég bara línur (eða grid) og skipti dögunum þannig, en í febrúar vildi ég gera eitthvað aðeins öðruvísi og gerði svona glugga. Ég held ég kunni betur við það heldur en línurnar. Vikudagarnir og vinnutímar eru skrifaðir með trélit þannig þeir sjást varla, nota líklegast eitthvað aðeins dekkra næst.
Svo geri ég reyndar líka viku overview, ég var ekki með þannig opnu tilbúna til að sýna  ykkur en ég geri það við tækifæri! Annars er ég farin að tala óþolandi mikið um þetta á snapchatinu mínu, endilega addið mér til að fá bujo beint í æð - salomeoskblogg.

Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að gera markmið, sérstaklega af því þau eru helst gerð í byrjun árs og svo er fólk löngu búið að gleyma því í mars (ókei tala kanski ekki fyrir alla, en flesta!). Það er samt mjög sniðugt að setja sér markmið, en það þarf að passa að þau séu ekki ógeranleg. Sniðugast er að byrja á einhverju auðveldu og vinna sig svo upp, það er allavega það eina sem virkar fyrir mig. Ef ég set of há markmið og næ þeim svo ekki verð ég bara pirruð, vonsvikin á sjálfri mér og missi metnað fyrir framtíðar markmiðum afþví "ég næ þeim hvort sem er aldrei".
Ég t.d. setti mér markmið í janúar að drekka 2 l af vatni á dag. Ég myndi segja að ég hafi náð svona 89%, sem er bara fín byrjun. Ég setti mér líka markmið að láta ekki líða 2 daga inn á milli instagram pósta og gera allavega 2 video í mánuðinum. Það voru rosalega óraunhæf markmið fyrir manneskju í fullri vinnu sem virðist þurfa 10 tíma svefn á hverjum degi.
Þetta Bullet Journal dæmi er ennþá voða nýtt fyrir mér, en ég mæli með að skoða á pinterest og fá allskonar hugmyndir þaðan!
Bókin sem ég nota er Moleskin - Dotted Journal, keypt í Eymundsson!
Hún er ekki sú ódýrasta á markaðnum, en þið þekkið þetta brjálæði sem myndast þegar þú þarft eitthvað STRAX. Ég hefði líklegast borgað svona 10 þúsund kr frekar en að bíða í sólahring. hehehehehehe.
xx
Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg
Youtube

Post a Comment

Powered by Blogger.

Pages