Social icons

Friday, February 17, 2017

Eyeliner Fyrir Fólk Sem Hatar Eyeliner Vol.2Fyrir nokkrum mánuðum setti ég inn myndir af "lúkki" sem ég gerði, sem var í rauninni bara eyeliner. En það er samt dáldið merkilegt af því ég geri ALDREI eyeliner. Ég er mjög opinber hater á eyeliner, en samt bara af því hann fer mér ekkert rosalega vel. Ég get bara gleymt því að gera eitthvað sjúkt augnskugga lúkk og ætla skella eyeliner yfir. Það væri eins og að mála listaverk en mála svo líka stórt svart X yfir. Ókei kanski dáldið dramatískt, en ég er með frekar lítið augnsvæði og mjög djúpt þannig það er einfaldlega ekki pláss fyrir bæði eyeliner og augnskugga.

Það er líka dáldið tricky að mála "beina" línu á beyglað augnsvæði, en það er hægt!
Hér sýni ég ykkur skref fyrir skref hvernig er best að gera eyeliner á augu sem eru ekki þessi týpísku cateye eyeliner augu.

Ég á samt eina vinkonu sem virðist vera með augu sérstaklega hönnuð fyrir eyeliner, enda er hún klikkað flott með eyeliner. Ég segi henni líka alltaf að vera með eyeliner af því ég er öfundsjúk út í eyeliner augun hennar.

Hversu oft er ég búin að segja eyeliner??

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

Post a Comment

Powered by Blogger.

Pages