Nýtt: Gleraugun mín!

. Saturday, February 18, 2017 .



Ég hef átt sömu gleraugu síðan 2010, ég átti að fá mér ný 2014 en ég bara fann mér ekki gleraugu sem mér líkaði. Ég haaaata að máta gleraugu, ég verð svo pirruð og frustrated. Ef ég er ein að máta þá fæ ég bara kökk í hálsinn og vill fara heim, veit ekki alveg afhverju en ég verð bara eitthvað lítil í mér.

Ég ákvað samt að núna væri komið gott, gömlu gleraugun mín er ekki lengur rétti styrkurinn sem ég þarf og eru allt of þung til þess að vera með dagsdaglega.

Ég held ég hafi skoðað í flest öllum gleraugnabúðum landsins, eða ókei allavega svona 70% af þeim. Það var ekki mikið sem mér líkaði, en ég var dugleg að taka myndir af mér með þau og svo mynd af nr á þeim svo ég vissi hvaða týpa þetta var.

Á endanum ákvað ég að kaupa þessi gleraugu sem ég ELSKA MEIRA EN ALLT. Vissi ekki að ég gæti elskað gleraugu svona mikið!!

Þau eru Ray Ban (RB 6355) og eru keypt í Optical Studio, ég pantaði þau í smáralindinni en sótti þau svo í flugstöð þar sem þau eru aðeins ódýrari þar. Mig minnir að umgjörðin kosti rúmlega 21 þúsund í smáralind, en svo er roooosalega mismunandi hvað glerið kostar fyrir hver og einn. Ég er með mjög mikla sjónskekkju og allskonar vesen, þannig mitt gler kostaði sitt.



EN! Svo splæsti ég í clip on sólgleraugu. Ég hef aldrei átt sólgleraugu með styrk eða svona clip on þannig ég er sjúklega spennt fyrir því! Mig minnir að sólglerið hafi kostað sirka 9 þúsund.

Það er hægt að fá ódýrari gleraugu sem eru mjög flott á netinu, ég er bara dáldið stressuð fyrir því að panta þannig af því ég skil ekki alveg hvernig mælingarnar virka HEHE. Mér finnst líka allt í lagi að "splæsa" aðeins í eitthvað sem 1. hjálpar mér að sjá og 2. ég mun líklegast nota næstu 7 árin eins og gömlu gleraugun.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg



Ég hef átt sömu gleraugu síðan 2010, ég átti að fá mér ný 2014 en ég bara fann mér ekki gleraugu sem mér líkaði. Ég haaaata að máta gleraugu, ég verð svo pirruð og frustrated. Ef ég er ein að máta þá fæ ég bara kökk í hálsinn og vill fara heim, veit ekki alveg afhverju en ég verð bara eitthvað lítil í mér.

Ég ákvað samt að núna væri komið gott, gömlu gleraugun mín er ekki lengur rétti styrkurinn sem ég þarf og eru allt of þung til þess að vera með dagsdaglega.

Ég held ég hafi skoðað í flest öllum gleraugnabúðum landsins, eða ókei allavega svona 70% af þeim. Það var ekki mikið sem mér líkaði, en ég var dugleg að taka myndir af mér með þau og svo mynd af nr á þeim svo ég vissi hvaða týpa þetta var.

Á endanum ákvað ég að kaupa þessi gleraugu sem ég ELSKA MEIRA EN ALLT. Vissi ekki að ég gæti elskað gleraugu svona mikið!!

Þau eru Ray Ban (RB 6355) og eru keypt í Optical Studio, ég pantaði þau í smáralindinni en sótti þau svo í flugstöð þar sem þau eru aðeins ódýrari þar. Mig minnir að umgjörðin kosti rúmlega 21 þúsund í smáralind, en svo er roooosalega mismunandi hvað glerið kostar fyrir hver og einn. Ég er með mjög mikla sjónskekkju og allskonar vesen, þannig mitt gler kostaði sitt.



EN! Svo splæsti ég í clip on sólgleraugu. Ég hef aldrei átt sólgleraugu með styrk eða svona clip on þannig ég er sjúklega spennt fyrir því! Mig minnir að sólglerið hafi kostað sirka 9 þúsund.

Það er hægt að fá ódýrari gleraugu sem eru mjög flott á netinu, ég er bara dáldið stressuð fyrir því að panta þannig af því ég skil ekki alveg hvernig mælingarnar virka HEHE. Mér finnst líka allt í lagi að "splæsa" aðeins í eitthvað sem 1. hjálpar mér að sjá og 2. ég mun líklegast nota næstu 7 árin eins og gömlu gleraugun.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

No comments

Post a Comment

newer older Home