Social icons

Friday, March 17, 2017

NÝTT: NIKE Roshe One


Ef þið tókuð ekki eftir því þá er ég í einhverju brjáluðu bleiku tímabili, ÉG KAUPI ALLT BLEIKT.
Ég á mjög mjög marga skó, en samt á ég bara eitt par af íþróttaskóm sem ég keypti af nauðsyn árið 2010. Það kemur ykkur ábyggilega ekki á óvart að þeir eru bara alls ekki góðir skór lengur, haha. Þeir líta ágætlega út en eru löngu hættir að vera eitthvað sérstaklega þæginlegir.

Ég sá þessa á asos fyrir nokkrum vikum og varð gjörsamlega ástfangin. Þeir voru uppseldir í næstum því öllum stærðum, týpískt. EN! afþví ég ákvað að vera þolinmóð í fyrsta skiptið í lífi mínu þá beið ég eftir að þeir komu aftur í minni stærð og pantaði mér loksins nýja íþróttaskó!

Ég veit ekki hvort ég tími að nota þá í ræktina aaaalveg strax, ætla leyfa þeim að vera sætum og flottum í smá stund fyrst.

HLAKKA SVO TIL AÐ VERA MEMM Í ÞESSU NIKE TRENDI
(er búin að vera alveg ömurlega útúr)


xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskbloggPost a Comment

Powered by Blogger.

Pages