Social icons

Monday, March 13, 2017

Tea Tree Anti-Imperfection Daily Solution

*Færslan er ekki kostuð & varan er keypt af mér.Ég hef notað nokkrar vörur úr tea tree línunni áður, þá helst olíuna sem ég set beint á bólur og svo andlitssápuna sem ég nota í sturtu (og Bárður líka). Ég er með þurra húð þannig ég myndi ekki treysta mér í tónerinn eða andlitskremin, það væri líka bara óþarfi þar sem ég fæ ekki þaaað mikið af bólum og ég þarf meiri raka en tea tree línan býður upp á. Ég hef ekki fundið fyrir því að tea tree andlitssápan sé að þurrka á mér húðina, en ég passa samt alltaf að nota gott rakakrem eftir sturtu.

Undanfarið hef ég verið að fá rosalega leiðinlegar bólur á ennið, ég veit ekki hvort það sé veðrið, hormónabreytingar eða snakkputtar að klóra sér í enninu (oj), en það er orðið að mínu "vandamála svæði".


Fyrir rúmlega 2 vikum fékk ég tvær litlar prufur af þessu... ætli það kallist ekki pre-serum? Þetta er léttara en serum í rauninni og fer mjög fljótt inn í húðina. Kanski milli þess að vera serum og bara olía? 

ALLAVEGA ég fékk prufur af þessu sem ég notaði næstu 4 kvöld, það var slatti í þessarri litlu prufu sem ég fékk, og ég er ekki að grínast þegar ég segi að ég hafi séð mun eftir 2 daga. Þessar litlu bólur, sem eru samt ekki bólur, snar minnkuðu á nokkrum dögum. Þegar ég kláraði prufurnar þá hélt ég áfram bara að nota olíuna á sömu svæðin sem ég hafði verið að setja serumið. Mér fannst það virka ágætlega vel líka, en kanski óþarfi og ekki endilega sniðugt að nota olíuna á svona stórt svæði. 
Ég splæsti svo loksins í þetta þegar ég var að vinna í Body Shop á laugardaginn og get ekki beðið eftir því að nota það á hverju kvöldi!

Þar sem húðin mín er frekar þurr, þá set ég þetta í rauninni bara þar sem þarf. Ennið, aðeins í kringum nefið og kanski litla bletti á hökunni. Og svo rakakrem yfir eftir að þetta er búið að ganga vel inn í húðina.

Ég er kanski dáldið fljót á mér að gefa ykkur "review" um þessa vöru án þess að hafa notað hana í allavega mánuð. En þar sem ég hef notað aðrar vörur í línunni og ELSKAÐ, þá held ég að ég sé alveg á réttri leið.

xx

Instagram: salomeosk
Facebook: salomeoskblogg
Snapchat: salomeoskblogg

Post a Comment

Powered by Blogger.

Pages