Húðumhirða: Mín Rútína!

. Wednesday, November 4, 2015 .



Ég veit ekkert betra en að taka mér svona hálftíma í að dekra húðina mína. Ekki misskilja mig samt, ég eyði ekki hálftíma kvölds og morgna á hverjum degi í þetta, heldur geri ég þetta inn á milli þegar ég hef extra tíma í að dúlla mér. Hina dagana held þessu nokkuð einföldu og geri þá bara svona tvö skref.


 Ég elska hvað húðin verður mjúk og falleg þegar maður er nýbúin að skrúbba hana og losa sig við þessar dauðu húðfrumur sem vilja sitja endalaust á húðinni. Til þess hef ég verið að nota Tea Tree skrúbbinn frá The Body Shop og skrúbb svamp með, en miðað við hvað ég skrúbba húðina mikið þá ákvað ég að kúpla mig aðeins niður og fara í Tea Tree sápuna í staðinn fyrst ég var alltaf að nota svampinn með. Ég á samt ennþá skrúbbinn og tek hann með mér í ræktina eða heim til kærasta míns.

Ég er samt með frekar þurra húð þannig ég er dugleg að setja á mig gott rakakrem og það er ótrúlegt hvað maður finnur mikinn mun eftir
Oils Of Life kremið frá The Body Shop. Svo verður húðin líka svona silki mjúk eftir það.


Næst er Vitamin E eyes cube frá The Body Shop. Ég er ekkert fáránlega dugleg að nota þetta en þegar ég man þá er þetta algjör lúxus!
Svo er þetta snilld undir felara ef ég er sérstaklega þurr í kringum augun, þetta gefur nefnilega góðan raka og líka smá ljóma sem er alltaf gott.

Ég hef verið að nota Bioderma Micellaire vatnið í nokkur ár, en hef ekki geta keypt það seinasta eina og hálfa árið. Ég fór loksins til lands sem selur þetta og
kippti með mér einum og hálfum lítra heim. Þetta er rosalega sniðugt að hafa í förðunar kittinu af því þetta er formúlað fyrir viðkvæma húð.


Ég ákvað að skella þessu inn með í leiðinni, þó að þetta sé ekki alltaf með í rútínunni þá er þetta bráðnauðsynlegt til að þrífa farða af. Ég mála mig alls ekki alla daga (ókei ég geri samt oftast augabrúnirnar) þannig Bioderma hreinsivatnið er oftast nóg, svo fer ég eiginlega alltaf í sturtu á kvöldin frekar en á morgnana. En þegar ég er með fullt andlit af allskonar meiki, felurum, augnskuggum og svoleiðis þá eru þessar vörur algjört möst.

Andlitsfarðinn lekur af með Camomile silky cleansing oil frá The Body Shop (ég er komin á flösku nr 4, no shame) og ef það er eitthvað eftir af maskaranum þá nota ég annað hvort Camomile waterproof eye & lip make-up remover eða Camomile gentle eye make-up remover, fer eftir því hvaða maskara ég var með.

Ég vinn hjá Body Shop þess vegna á ég svona ótrúlega mikið af vörum frá þeim, en þær eru
sjúklega góðar og ég væri ekki að kaupa þær aftur og aftur ef ég væri ekki 100% ástfangin af þeim! 

Vonandi var þetta ekki allt of langdregið!




Salóme Ósk



Ég veit ekkert betra en að taka mér svona hálftíma í að dekra húðina mína. Ekki misskilja mig samt, ég eyði ekki hálftíma kvölds og morgna á hverjum degi í þetta, heldur geri ég þetta inn á milli þegar ég hef extra tíma í að dúlla mér. Hina dagana held þessu nokkuð einföldu og geri þá bara svona tvö skref.


 Ég elska hvað húðin verður mjúk og falleg þegar maður er nýbúin að skrúbba hana og losa sig við þessar dauðu húðfrumur sem vilja sitja endalaust á húðinni. Til þess hef ég verið að nota Tea Tree skrúbbinn frá The Body Shop og skrúbb svamp með, en miðað við hvað ég skrúbba húðina mikið þá ákvað ég að kúpla mig aðeins niður og fara í Tea Tree sápuna í staðinn fyrst ég var alltaf að nota svampinn með. Ég á samt ennþá skrúbbinn og tek hann með mér í ræktina eða heim til kærasta míns.

Ég er samt með frekar þurra húð þannig ég er dugleg að setja á mig gott rakakrem og það er ótrúlegt hvað maður finnur mikinn mun eftir
Oils Of Life kremið frá The Body Shop. Svo verður húðin líka svona silki mjúk eftir það.


Næst er Vitamin E eyes cube frá The Body Shop. Ég er ekkert fáránlega dugleg að nota þetta en þegar ég man þá er þetta algjör lúxus!
Svo er þetta snilld undir felara ef ég er sérstaklega þurr í kringum augun, þetta gefur nefnilega góðan raka og líka smá ljóma sem er alltaf gott.

Ég hef verið að nota Bioderma Micellaire vatnið í nokkur ár, en hef ekki geta keypt það seinasta eina og hálfa árið. Ég fór loksins til lands sem selur þetta og
kippti með mér einum og hálfum lítra heim. Þetta er rosalega sniðugt að hafa í förðunar kittinu af því þetta er formúlað fyrir viðkvæma húð.


Ég ákvað að skella þessu inn með í leiðinni, þó að þetta sé ekki alltaf með í rútínunni þá er þetta bráðnauðsynlegt til að þrífa farða af. Ég mála mig alls ekki alla daga (ókei ég geri samt oftast augabrúnirnar) þannig Bioderma hreinsivatnið er oftast nóg, svo fer ég eiginlega alltaf í sturtu á kvöldin frekar en á morgnana. En þegar ég er með fullt andlit af allskonar meiki, felurum, augnskuggum og svoleiðis þá eru þessar vörur algjört möst.

Andlitsfarðinn lekur af með Camomile silky cleansing oil frá The Body Shop (ég er komin á flösku nr 4, no shame) og ef það er eitthvað eftir af maskaranum þá nota ég annað hvort Camomile waterproof eye & lip make-up remover eða Camomile gentle eye make-up remover, fer eftir því hvaða maskara ég var með.

Ég vinn hjá Body Shop þess vegna á ég svona ótrúlega mikið af vörum frá þeim, en þær eru
sjúklega góðar og ég væri ekki að kaupa þær aftur og aftur ef ég væri ekki 100% ástfangin af þeim! 

Vonandi var þetta ekki allt of langdregið!




Salóme Ósk

No comments

Post a Comment

newer older Home